Jóhann Þór genginn í raðir Þróttara
Knattspyrnumaðurinn Jóhann Þór Arnarsson hefur rift samningi sínum við Keflavík og gengið til liðs við Þrótt Vogum. Jóhann hefur ekki náð að festa sig í sessi með Keflvíkingum í sumar, hann kom níu sinnum við sögu í leikjum liðsins í efstu deild og var ekki valinn í hóp í síðasta leik en Keflavík er nýbúið að semja við úkraínska sóknarmanninn Robert Hehedosh.
Þróttarar eru í bullandi toppbaráttu í 2. deild karla og mæta KF í dag á Ólafsfirði. Auk Jóhanns Þórs hafa þrír aðrir leikmenn bæst við í leikmannahóp Þróttar; Atli Gunnar Guðmundsson (úr KFK), Kristófer Jacobson Rayes (úr Ægi) og Matthías Ragnarsson (úr Framherjum).