Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann staddur í Tékklandi
Föstudagur 13. september 2013 kl. 10:08

Jóhann staddur í Tékklandi

Borðtenniskappinn Jóhann Kristjánsson er staddur í Tékklandi þessa dagana þar sem hann keppir  á opna tékkneska meistaramótinu. Mótið í Tékklandi er liður í undirbúningi Jóhanns fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer á Ítalíu. Jóhann hefur lokið fyrsta keppnisdegi en hann tapaði þar báðum viðureignum sínum 3-1. Í dag hefst liðakeppni þar sem Jóhann keppir með Ítala.

Evrópumeistaramótið fer svo fram í Lignano á Ítalíu dagana 29. september - 5. október svo það er skammt stórra högga á milli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024