Jóhann skoraði í ósigri GAIS
IFK Gautaborg, lið Hjálmars Jónssonar, sigraði granna sína í GAIS 2-1 fyrr í dag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hjálmar lék ekki með Gautaborg sökum meiðsla en Jóhann B. Guðmundsson var í byrjunarliði GAIS og skoraði eina mark liðsins á 52. mínútu leiksins.
Tæplega 30 þúsund manns voru á leiknum en liðin hafa ekki mæst í úrvalsdeild síðan 2006. Jóhanni var skipt út af á 78. mínútu leiksins og náðu GAIS ekki að nýta tímann til þess að jafna metin. GAIS er nú í 6. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki.
Tæplega 30 þúsund manns voru á leiknum en liðin hafa ekki mæst í úrvalsdeild síðan 2006. Jóhanni var skipt út af á 78. mínútu leiksins og náðu GAIS ekki að nýta tímann til þess að jafna metin. GAIS er nú í 6. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki.