Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann Ragnar Benediktsson í raðir Keflvíkinga
Mánudagur 30. janúar 2012 kl. 11:40

Jóhann Ragnar Benediktsson í raðir Keflvíkinga

Jóhann Ragnar Benediktsson er genginn til liðs við Keflavík frá Fjarðabyggð, en hann hefur leikið fyrir austan undanfarin ár og verið í lykilhlutverki. Jóhann er 31 árs gamall en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Keflvíkinga.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhann Ragnar spilar fyrir Keflavík, en hann var leikmaður þeirra á árinum 1999-2002 og lék þá alls 70 leiki og skoraði fimm mörk. Þar af voru 43 leikir í efstu deild. Jóhann er örfættur og getur spilað á miðjunni, á kantinum og sem bakvörður en hann hefur aðallega leikið sem bakvörður með Keflvíkingum í Fótbolta.net mótinu að undanförnu.

Frétt frá Fótbolta.net.

Mynd: Jóhann Benediktsson og Jóhann Guðmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024