Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann Páll nýr formaður GS
Jóhann Páll Kristbjörnsson og Friðjón Einarsson.
Þriðjudagur 9. desember 2014 kl. 13:29

Jóhann Páll nýr formaður GS

Nýtt fólk einnig kosið í stjórn.

Jóhann Páll Kristbjörnsson er nýr formaður GS, en Friðjón Einarsson hefur látið af störfum formanns. Tilnefndi uppstillingarnefnd Jóhann Pál sem næsta formann og var það samþykkt. Þá voru tillögur uppstillingarnefndar um skipan stjórnar samþykktar. Þetta kemur fram á vefsíðu GS. 
 
Nýir í stjórn GS eru þau Hilmar Björgvinsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson í aðalstjórn og Ísak Ernir Kristinsson, Sigurrós Hrólfsdóttir og Georg Arnar Þorsteinsson í varastjórn. Karitas Sigurvinsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og þá sitja þau Hafdís Ævarsdóttir, Davíð Viðarsson og Jón Ingi Ægisson í eitt ár í viðbót.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024