Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann og Eydís leikmenn ársins hjá Keflavík
Jóhann og Eydís, best hjá Keflavík 2012.
Mánudagur 1. október 2012 kl. 17:00

Jóhann og Eydís leikmenn ársins hjá Keflavík

Jóhann Birnir Guðmundsson og Eydís Ösp Haraldsdóttir voru kjörnir bestu leikmenn ársins hjá knattspyrnudeild Keflavíkur í meistaraflokkum félagsins í lokahófi félagsins sl. laugardag í félagsheimili Keflavíkur. Um 160 manns sóttu lokahófið og heppnaðist það  mjög vel.

Efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarliðs karla var kjörin Arnór Ingvi Traustason og hjá kvennaliðinu var Kristrún Ýr Hólm efnilegust.

Ýmsar viðurkenningar voru veittar. Guðmundur Steinarsson skoraði mark ársins gegn Fram en Guðmundur og Jóhann Birnir skoruðu flest mörk Keflavíkur í ár, sjö hvor. Jóhann fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Guðmundur.

Í meistaraflokki kvenna skoruðu Karitas S. Ingimarsdóttir og Fanney Þ. Kristinsdóttir báðar 3 mörk en Fanney lék færri leiki og fékk gullskóinn, Karitas silfurskóinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrar viðurkenningar:


2. flokkur karla
Besti félaginn: Arnar Már Örlygsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Elías Már Ómarsson
Besti leikmaður: Unnar Már Unnarsson

Eldri drengir (Old boys)
Besti leikmaður:
Gunnar Oddsson
Markakóngur: Margeir Vilhjálmsson

Meistaraflokkur kvenna
Besti félaginn:
Karitas S. Ingimarsdóttir
 

2. flokkur kvenna

Besti félaginn: Telma Rún Rúnarsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Hulda Matthíasdóttir
Besti leikmaður: Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir



Keflavík hefur á hverju ári afhent fjölmiðlagyðjuna, þeim aðila sem hefur þótt standa sig vel í umfjöllun um knattspyrnu. Núna fékk Guðmann Kristþórsson gyðjuna en hann hefur staðið vaktina á vefsíðu Keflavíkur, keflavik.is og gert það afar vel.

Það var góð stemmning á lokahófi Keflavíkur eins og sjá má.