Jóhann lá gegn gömlu félögunum
Jóhann B. Guðmundsson og liðsfélagar hans í sænska knattspyrnuliðinu GAIS urðu að sætta sig við 1-0 tap gegn Örgryte í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann lék með Örgryte hér áður og varð að lúta í gras gegn gömlu félögunum.
GAIS þóttu vera sterkari aðilinn í leiknum og sagði Jóhann í samtali við Aftonbladet að liðið hefði ekki náð að skapa sér nein færi. Með sigrinum komst Örgryte úr botnsætinu og hafa nú 11 stig. GAIS eru 9. sæti deildarinnar með 17 stig en þeir eru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni.
GAIS þóttu vera sterkari aðilinn í leiknum og sagði Jóhann í samtali við Aftonbladet að liðið hefði ekki náð að skapa sér nein færi. Með sigrinum komst Örgryte úr botnsætinu og hafa nú 11 stig. GAIS eru 9. sæti deildarinnar með 17 stig en þeir eru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni.