Jóhann Kristjánsson í 2. sæti í Búdapest
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson náði góðum árangri á opna ungverska mótinu í Búdapest um helgina. Hann lenti í 2. sæti í sínum flokki og í 4. sæti í tvíliðaleik ásamt dönskum leikmanni, en þess má geta að Jóhann keppti þar í flokknum fyrir ofan sig.
Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir að nú tæki hann til við að skoða sín mál og athuga hvert næsta skref verður eftir stífa dagskrá undanfarið. Hann er þegar búinn að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu og hefur unnið sig upp í 16. eða 17. sæti frá því að hann hóf keppni aftur eftir veikindi.
Mynd: Jóhann í leik á ÓL í Aþenu árið 2004
Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir að nú tæki hann til við að skoða sín mál og athuga hvert næsta skref verður eftir stífa dagskrá undanfarið. Hann er þegar búinn að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu og hefur unnið sig upp í 16. eða 17. sæti frá því að hann hóf keppni aftur eftir veikindi.
Mynd: Jóhann í leik á ÓL í Aþenu árið 2004