Jóhann Kristjánsson fer á Ólympíumótið!
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson úr íþróttafélaginu Nes í Reykjanesbæ mun verða meðal keppenda á Ólympíumóti fatlaðra sem fara fram í Aþenu í september.
Jóhann hefur verið í fremstu röð borðtenniskappa í heiminum í sínum flokki undanfarin misseri og hefur lengi stefnt að því að tryggja sér sæti á leikunum.
16 keppendur verða í hans flokki í Aþenu sem segir meira en mörg orð um það hversu merkilegur árangurinn er.
Í samtali við Víkurfréttir í dag sagðist Jóhann í skýjunum yfir að óvissan sé loks að baki og hann geti farið að einbeita sér að verkefninu að fullum krafti. „Þjálfarinn vakti mig með þessum fréttum í morgun og ég vissi varla hvorum megin ég átti að fara framúr rúminu eftir það! Þetta er náttúrulega æðsti draumur allra íþróttamanna og ég er staðráðinn í því að gera góða hluti og tel mig geta komist langt því keppendur í mínum flokki eru mjög jafnir og allir geta unnið alla.“
Á næstunni verður mikið að gera hjá Jóhanni og er næst á dagskrá að fara út í að afla sér styrktaraðila. „Nú fer boltinn að rúlla fyrir alvöru og það er þétt dagskrá framundan þar sem ég fer á þrjú mót erlendis fram að leikunum og æfingabúðir.“
Þá má geta þess að Jóhann og fleiri borðtenniskappar af Suðurnesjum voru meðal keppenda á Malmö Open mótinu fyrir nokkru, en þar komu saman sterkustu spilarar Norðurlanda.
Árangurinn var frábær þar sem Jóhann gerði sér lítið fyrir og vann í sínum flokki og Arnar Helgi Lárusson varð í fimmta sæti. Þá stóð Guðmundur Ingibersson sig með mikilli prýði, en hann lék í öðrum sterkari flokki.
Víkurfréttir óska Jóhanni til hamingju með árangurinn og munu fylgjast grannt með undirbúningi hans fyrir Ólympíumótið.
Jóhann hefur verið í fremstu röð borðtenniskappa í heiminum í sínum flokki undanfarin misseri og hefur lengi stefnt að því að tryggja sér sæti á leikunum.
16 keppendur verða í hans flokki í Aþenu sem segir meira en mörg orð um það hversu merkilegur árangurinn er.
Í samtali við Víkurfréttir í dag sagðist Jóhann í skýjunum yfir að óvissan sé loks að baki og hann geti farið að einbeita sér að verkefninu að fullum krafti. „Þjálfarinn vakti mig með þessum fréttum í morgun og ég vissi varla hvorum megin ég átti að fara framúr rúminu eftir það! Þetta er náttúrulega æðsti draumur allra íþróttamanna og ég er staðráðinn í því að gera góða hluti og tel mig geta komist langt því keppendur í mínum flokki eru mjög jafnir og allir geta unnið alla.“
Á næstunni verður mikið að gera hjá Jóhanni og er næst á dagskrá að fara út í að afla sér styrktaraðila. „Nú fer boltinn að rúlla fyrir alvöru og það er þétt dagskrá framundan þar sem ég fer á þrjú mót erlendis fram að leikunum og æfingabúðir.“
Þá má geta þess að Jóhann og fleiri borðtenniskappar af Suðurnesjum voru meðal keppenda á Malmö Open mótinu fyrir nokkru, en þar komu saman sterkustu spilarar Norðurlanda.
Árangurinn var frábær þar sem Jóhann gerði sér lítið fyrir og vann í sínum flokki og Arnar Helgi Lárusson varð í fimmta sæti. Þá stóð Guðmundur Ingibersson sig með mikilli prýði, en hann lék í öðrum sterkari flokki.
Víkurfréttir óska Jóhanni til hamingju með árangurinn og munu fylgjast grannt með undirbúningi hans fyrir Ólympíumótið.