Jóhann kominn á skrið
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er kominn aftur á ról eftir meiðsli en um síðustu helgi tók hann sig til og vann 2. flokk á punktamóti BTÍ.
Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli, m.a. í olnboga en komst í úrslit um helgina þar sem hann mætti Ara Bjarnasyni úr KR og vann hann örugglega 3-0 (11-3, 11-2 og 11-9).