Jóhann í 4. sæti í Slóvakíu
Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtenniskappi, náði góðum árangri á sterku móti í Slóvakíu um síðustu helgi. Hann komst auðveldlega upp úr riðlakeppninni og hafnaði í 4. sæti í sínum flokki. í 8-liða úrslitum lagði hann mjög sterkan finnskan spilara sem var vægast sagt ósáttur eftir leikinn.
Jói er nú í 23. sæti á heimslistanum og tekur sér nú hvíldarfrí eftir erfiða törn. „Ég var orðinn þreyttur og tek mér nú tvær vikur í frí til að sinna dóttur minni og vinnunni. Svo byrja ég af fullum krafti að búa mig undir HM sem verður í Sviss í september.“
Mynd frá keppni á ÓL
Jói er nú í 23. sæti á heimslistanum og tekur sér nú hvíldarfrí eftir erfiða törn. „Ég var orðinn þreyttur og tek mér nú tvær vikur í frí til að sinna dóttur minni og vinnunni. Svo byrja ég af fullum krafti að búa mig undir HM sem verður í Sviss í september.“
Mynd frá keppni á ÓL