Jóhann í 2. sæti á punktamóti Víkings
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, hafnaði í 2. sæti í 1. flokki á punktamóti Víkings sem fram fór í TBR-húsinu um síðastliðna helgi.
Jóhann keppti í flokki ófatlaðra þar sem hann mætti Vigni Kristmundssyni úr HK í úrslitum. Vignir hafði betur, 3-0. Jóhann sigraði í sínum riðl, sem var sex manna. Hann er að hefja keppni að nýju eftir hlé, en hann tók sér frí þegar honum tókst ekki að komast á Ólympíuleika fatlaðra í Peking.
Að sögn Jóhanns stefnir hann á Evrópumeistaramót og verður haldið í Genova á Ítalíu í júní en fram að þeim tíma er æfingamót í Svíþjóð núna um miðjan febrúar.
Í mars er alþjóðlegt punktamót í Búdapest og annað í Slóvakíu í apríl.
Aðspurðir segist Jóhann vera í góðum gír þó hann hafi tekið frí frá borðtennis í hálft ár. Þennan tíma nýtti hann til að halda sér í formi með lyftingum og úthaldsæfingum og segir Jóhann það vera að skila sér.