Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann í 17. sæti á heimslistanum
Mánudagur 9. október 2006 kl. 13:41

Jóhann í 17. sæti á heimslistanum

Jóhann Rúnar Kristjánsson er kominn upp úr 19. sæti í það sautjánda á heimslistanum í borðtennis í flokki sitjandi spilara. Jóhann sankaði að sér stigum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Sviss fyrir skemmstu en það skilaði honum upp um þessi sæti.

„Ég er í góðu formi og held áfram þar sem frá var horfið í heimsmeistaramótinu,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir. Næsta mót hjá Jóhanni fer fram í desember og verður það haldið í Las Vegas í Bandaríkjunum.

„Þar ætla ég að vinna mér inn eins mörg stig og ég get, í riðlakeppninni, opnum flokki og liðakeppninni,“ sagði Jóhann sem mun fá rússneskan meðspilara með sér til Vegas en í liðakeppninni í Vegas mega einstaklingar spila saman og þá skiptir ekki máli frá hvaða þjóðlöndum þeir koma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024