Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann Helgason frá í viku
Miðvikudagur 4. júní 2008 kl. 12:17

Jóhann Helgason frá í viku

Jóhann Helgason leikmaður Grindavíkur fór meiddur af velli seint í fyrri hálfleik gegn FH á mánudagskvöld. Nárameiðsli voru að trufla Jóhann og bað hann því um skiptingu en Páll Guðmundsson kom inn á í hans stað. Jóhann sagði í samtali við Víkurfréttir að meiðslin væru ekki alvarleg en hann mun líklega missa af næst leik Grindvíkinga gegn Fram á sunnudaginn næstkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er ekkert alvarlegt en ég verð frá í a.m.k kosti frá í viku og missi mjög líklega af leiknum á móti Fram,“ sagði Jóhann sem viðurkenndi að gulir hefðu verið slakir í leiknum gegn FH á mánudaginn. „Þetta var eiginlega svart og hvítt miðað við leikinn Breiðablik. FH eru mjög sterkir en við vorum að gera okkur erfitt fyrir með því að spila illa,“ sagði Jóhann.   

VF-mynd: Jóhann Helgason er lykilleikmaður í liði Grindavíkur en missir líklega af næst leik liðsins gegn Fram.