Jóhann hættir við Keflavík - fimm Njarðvíkingar komnir heim
UMFN hefur fengið frábæran liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Iceland Express deild karla en á dögunum var gengið frá því að fjórir uppaldir Njarðvíkingar snúa aftur heim og fylgja þar í fótspor Páls Kristinssonar sem kom heim á dögunum eftir fjögurra ára dvöl í Grindavík. Þetta kemur fram á heimasíðu þeirra umfn.is.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Guðmundur Jónsson, Jóhann Árni Ólafsson, Kristján Rúnar Sigurðsson og Rúnar Ingi Erlingsson.
Guðmundur, Jóhann Árni, Kristján Rúnar og Rúnar Ingi léku með UMFN þegar liðið fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2006.
Allir þessir drengir hafa verið gríðarlega sigursælir í yngri flokkum UMFN og Guðmundur og Jóhann hafa þegar verið í stórum hlutverkum í meistaraflokki félags
ins á síðustu árum og Kristján og Rúnar eiga einnig feril að baki með meistaraflokknum. Rúnar var kjörinn besti ungi leikmaðurinn í deildinni í vetur á lokahófi KKÍ.
Eins og fram kom á vf.is í síðustu viku var Jóhann kominn hálfa leið til Keflavíkur en samkvæmt heimildum Víkurfrétta sóttu forráðamenn Njarðvíkur það stíft að fá hann á sínar heimaslóðir og það varð á endanum.