Jóhann freistar þess að komast til London
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson hélt í morgun af stað til Króatíu þar sem Evrópumeistaramót fatlaðra í borðtennis mun fara fram. Með Jóhanni í för er Kristján Aðalbjörn Jónasson borðtennisþjálfari hjá ÍFR.
Jóhann keppti á opna breska meistaramótinu í síðasta mánuði ásamt þeim Tómasi Björnssyni og Viðari Árnasyni. Eins og flestum er kunnugt hefur Jóhann gert víðreist síðustu mánuði og ár en hann er einn okkar fremsti afreksmaður í íþróttum fatlaðra og freistar þess að vinna sér inn sæti á Ólympíumóti fatlaðra í London á næsta ári.