Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann er eins og gott rauðvín
Sunnudagur 12. maí 2013 kl. 11:28

Jóhann er eins og gott rauðvín

Keflvíkingar taka á móti KR í kvöld

Keflvíkingar taka á móti KR í annari umferð Íslandsmóts karla í fótbolta í kvöld. Leggst sú rimma vel í Jóhann Birni Guðmundsson, aldurforseta liðsins. „Það verður gaman að komast á heimavöllinn og það er alltaf fjör að spila gegn KR. Það er orðið of langt síðan við unnum þá síðast en vonandi verður breyting þar á núna,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir en Keflvíkingar sigruðu KR-inga síðast á Keflavíkurvelli árið 2008.

Jóhann sjálfur hefur verið iðinn við kolann hvað varðar markaskorun undanfarin tvö á og Keflvíkingar þurfa að treysta á reynslu Jóhanns í sumar. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir feril Jóhanns en hann lék fyrst með meistaraflokki árið 1993. Leikurinn gegn KR hefst klukkan 19:15 á Nettóvellinum í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Jóhann í tölum.

Jóhann sem er fæddur þann 5. desember árið 1977 lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Víðis í Garði þann 7. júlí árið 1993, þá 15 ára gamall.

Ári síðar gekk Jóhann til liðs við Keflvíkinga. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild einmitt gegn KR-ingum þann 1. júní árið 1994 en þá kom hann inn á sem varamaður fyrir Ragnar Margeirsson. Fyrsta mark Jóhanns í efstu deild kom í 2-0 sigri gegn FH á heimavelli þann 5. júlí árið 1995 en þá var Jóhann orðinn fastamaður í liðinu og lék samtals 20 leiki það tímabil. Næstu árin festi Jóhann sig í sessi sem einn af betri ungu leikmönnum deildarinnar og svo fór að lokum að áhugi erlendra liða kviknaði á Jóhanni.

Árið 1998 samdi Jóhann við Watford í Englandi sem þá lék í næst efstu deild. Þar lék Jóhann vel á tímabili en fékk fá tækifæri þegar Watford komst upp í efstu deild. Hann hélt síðar til Noregs árið 2001 til Lyn og síðar Svíþjóðar þar sem hann lék með Örgryte og GAIS. Hann gekk síðan til liðs við Keflvíkinga aftur árið 2008.

Jóhann á að baki 137 leiki fyrir Keflvíkinga og í þeim hefur hann skorað 36 mörk. Hvað varðar markaskorun þá hefur Jóhann aldrei skorað fleiri mörk í deildinni en í fyrra en þá skoraði hann sjö mörk. Árið 2011 skoraði hann svo sex mörk og er það hans næstbesti árangur. Það mætti því segja að Jóhann sé að verða marksæknari með aldrinum.

Jóhann í Svíþjóð ásamt Hjálmari Jónssyni og Tryggva Guðmunds.

Guðjón Árni, Jóhann og Guðmundur Steinarsson.