Jóhann Birnir: Þurfum að bæta okkur á öllum sviðum knattspyrnunnar
„Við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum knattspyrnunnar. Það verður verkefni okkar Hauks Inga Guðnasonar að virkja leikmenn í það,“ segir Jóhann Birnir Guðmundsson en þeir félagar voru í dag ráðnir nýir þjálfarar Pepsi-deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu en Kristján Guðmundsson var látinn taka pokann sinn í gær.
Páll Ketilsson spurði Jóhann út í slæmt gengi liðsins í byrjun sumars og hvað þeir félagar ætluðu að gera en þeir munu stýra Keflavíkurliðinu gegn ÍBV á Nettó-vellinum í Keflavík á sunnudaginn.
Þeir Jóhann og Haukur munu þurfa að rífa upp andleysi bítlabæjarliðsins sem hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu, markatalan í risa stórum mínus og fá mörk skoruð.