Jóhann Birnir og Haukur Ingi þjálfa Keflavík
Jóhann Birnir Guðmundsson og Haukur Ingi Guðnason eru nýir þjálfara mfl karla. Jóhann Birnir og Haukur Ingi eru ráðnir út tímabilið og bindur knattspyrnudeildin miklar vonir við að þeir nái að snúa afleitu gengi liðsins við, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni..
„Einnig biðlum við til stuðningsmanna að taka vel á móti þeim félögum og styðja liðið sem aldrei fyrr. Með sameiginlegu átaki takast okkur ótrúlegustu hlutir og við ætlum okkur að sýna hvað býr í okkur Keflvíkingum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.