Jóhann Birnir og félagar enduðu í 3. sæti
Jóhann Birnir Guðmundsson og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu Lyn töpuðu um helgina fyrir Viking á heimavelli í síðustu umferð deildarinnar. Lyn lenti í 3. sæti deildarinnar og munu því leika í UEFA keppninni á næsta tímabili. Eins og áður hefur komið fram urðu Rosenborg meistarar enn eitt árið en Molde varð í 2. sæti.