Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann Birnir hvergi nærri hættur
Föstudagur 4. október 2013 kl. 19:54

Jóhann Birnir hvergi nærri hættur

Skrifaði undir eins árs samning við Keflavík

Knattspyrnumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hefur ákveðið að semja við Keflvíkinga aftur en jafnvel var talið að hinn 36 ára gamli leikmaður hyggðist hætta knattspyrnuiðkun. Jóhann setti penna á blað í dag og mun leika með liðinu næsta tímabil.

Jóhann er aldursforseti og reynslumesti leikmaður Keflvíkinga en hann á að baki 146 leiki í efstu deild, þar sem hann hefur skorað 38 mörk. Jóhann var atvinnumaður í Englandi um tíma en lék hann með Watford. Einnig á Jóhann farsælan feril að baki í Noregi og Svíþjóð. Átta sinnum hefur Jóhann svo leikið fyrir íslenska A-landsliðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og greint var frá í gær þá hefur Kristján Guðmundsson ákveðið að halda áfram þjálfun liðsins og því er óhætt að segja að vikan hafi verið Keflvíkingum góð.