Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann Birnir ekki sáttur með fréttamenn
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 22:08

Jóhann Birnir ekki sáttur með fréttamenn

„Það á að sinna öllum liðum“

Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflvíkinga er hreint ekki sáttur með vinnubrögð fréttamanna sem margir hverjir hafa spáð Keflvíkingum slæmu gengi  í sumar. Þetta kom fram í viðtali við fótbolta.net að loknum leik Keflvíkinga og FH í Kaplakrika.

„Við vitum það í Keflavík að það þarf að spila leikina. Ég held að ég hafi verið í tíu tímabil með Keflavík og okkur níu sinnum verið spáð falli, meira að segja tímabilið sem við lentum í öðru sæti,“ sagði Jóhann en honum var augljóslega nokkuð niðri fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt.“

„Mér er skítsama, ef það á að gera þetta almenninlega, þá á að sinna öllum liðunum,“ sagði Jóhann svo að lokum en viðtalið má sjá á vefsíðu fótbolta.net hér.