Jóhann Berg í miklu uppáhaldi
Íþróttasnillingur vikunnar er Björn Bogi Guðnason
Aldur/félag:
14 ára/ Keflavík
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Ég hef æft fótbolta frá því að ég var 4 ára, fyrst með bróður mínum og svo fór ég strax á æfingar þegar ég mátti.
Hvaða stöðu spilar þú?
Ég er kantmaður
Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Markmið mitt er að komast í gott lið erlendis og spila með landsliðinu.
Hversu oft æfir þú á viku?
4-5 sinnum með félagi mínu og svo tek ég alltaf aukaæfingar daglega sjálfur í Garðinum þar sem ég bý.
Hver er þinn uppáhalds fótboltamaður/kona?
Neymar, Ronaldo, Mbappe og Jóhann Berg.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
Þegar ég var lítill apaði ég allt eftir bróður mínum og vildi geta allt sem hann gat. Ronaldhino var mikil fyrirmynd þegar ég var lítill því hann var góður að sóla.
Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Real Madrid í spænsku og Manchester United í ensku.
Ef þú mættir velja, með hvaða liði myndir þú helst vilja spila fyrir í atvinnumennsku? Góðu liði í spænsku deildinni og þá helst Real Madrid
Hvar sérðu sjálfan þig eftir 5 ár?
Ég ætla að spila með U-21 landsliðinu og vera með erlendu félagsliði.