Jóhann Benediktsson hættur
Knattspyrnumaðurinn Jóhann Ragnar Benediktsson mun ekki leika meira með Keflavík en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Vegna vinnu sinnar hefur Jóhann ákveðið að flytja á heimaslóðir á Austfjörðum og mun Jóhann jafnframt hætta knattspyrnuiðkun.
Jóhann er Austfirðingur en hann lék fyrst með Keflavík á árunum 1999-2002. Hann gekk síðan aftur til liðs við félagið síðasta sumar. Jóhann hefur alls leikið 64 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað tvö mörk en hann auk þess hefur hann leikið átta bikarleiki og gert þar tvö mörk.