RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Jóhann Benediktsson hættur
Jóhann á sprettinum síðasta sumar.
Mánudagur 18. febrúar 2013 kl. 10:32

Jóhann Benediktsson hættur

Knattspyrnumaðurinn Jóhann Ragnar Benediktsson mun ekki leika meira með Keflavík en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Vegna vinnu sinnar hefur Jóhann ákveðið að flytja á heimaslóðir á Austfjörðum og mun Jóhann jafnframt hætta knattspyrnuiðkun.

Jóhann er Austfirðingur en hann lék fyrst með Keflavík á árunum 1999-2002.  Hann gekk síðan aftur til liðs við félagið síðasta sumar.  Jóhann hefur alls leikið 64 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað tvö mörk en hann auk þess hefur hann leikið átta bikarleiki og gert þar tvö mörk.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025