Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann B í reynslu hjá GAIS
Miðvikudagur 8. febrúar 2006 kl. 10:08

Jóhann B í reynslu hjá GAIS

Jóhann B. Guðmundsson, knattspyrnukappi úr Garði, er til reynslu hjá sænska liðinu GAIS þessa dagana, en nokkur úrvalsdeildarfélög hér heima voru farin binda vonir við að hann væri alkominn heim.

Þau félög sem voru hvað stífast orðuð við Jóhann voru hans gamla félag Keflavík auk Fylkis og meistara FH.

Í viðtali við fotbolta.net í dag segir Jóhann að hann hafi nær verið búinn að gefa atvinnumannaferilinn upp á bátinn í bili þegar kallið kom frá GAIS. Sérlega heppilegt er að liðið er í Gautaborg þar sem Jóhann hefur búið í nokkur ár en hann lék með Örgryte í sömu borg þar til í vetur.

fotbolti.net

Mynd úr safni: Jóhann ásamt Hjálmari Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024