Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 24. janúar 2004 kl. 13:37

Jóhann B. semur við Örgryte

Knattspynukappinn knái úr Garðinum, Jóhann B. Guðmundsson, hefur náð samkomulagi um að spila með sænska liðinu Örgryte næstu þrjú árin. Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Ólafi Garðarsyni, umboðsmanni Jóhanns, að skrifað verði undir samning þess efnis á allra næstu dögum.

Örgryte er eitt af fornfrægari liðum Svíþjóðar og var m.a. fyrsta sænska félagið til að iðka knattspyrnu. Á stríðsárunum fór liðið að dala nokkuð, en hefur verið að tryggja stöðu sína undan farin ár sem eitt besta féllagslið Svíþjóðar. Margir Íslendingar hafa spilað með liðinu. t.d. Rúnar Kristinsson og Brynjar Björn Gunnarsson, en Jóhann hittir fyrir Akureyringinn Atla Svein Þórarninsson, sem hefur verið hjá liðinu síðan árið 2000.

Jóhann hefur æft með Örgryte að undanförnu og lék m.a. með liðinu á æfingamóti í Danmörku á dögunum og hann mun að sjálfsögðu spila með liðinu á Iceland Express-mótinu um næstu helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024