Jóhann B. meiddist í tapleik
Jóhann Guðmundsson fór meiddur af velli eftir 25 mínútur þegar lið hans, GAIS frá Gautaborg, tapaði stórt gegn Hammarby á miðvikudag, 5-2.
GAIS lenti undir, en náði að jafna leikinn 1-1. Eftir það tóku Hammarby-menn öll völd í sínar hendur og sigruðu af miklu öryggi.
Jóhann tognaði á læri og verður framm í 2-3 vikur og missir því af leik GAIS og AIK um helgina, en það er síðasti leikurinn í sænska boltanum fyrir 2ja mánaða frí vegna HM í knattspyrnu. Jóhann fær því góðan tíma til að ná sér, en hann og annar lykilmaður í liðinu, Richard Ekunde eru báðir frá vegna tognunar. Jóhann hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu undnanfarið og kemur vonandi sterkur til baka eftir fríið.