Jóhann B. Guðmundsson frá næstu vikur vegna kinnbeinsbrots
Jóhann Birnir Guðmundsson leikur ekki með Keflavíkurliðinu næstu vikurnar en komið hefur í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Jóhann meiddist í leiknum gegn Breiðabliki á dögunum þegar hann lenti í návígi við Guðmann Þórisson og fékk þungt olnbogaskot í andlitið.
Jóhann leitaði til læknis nú í vikunni og þá kom í ljós að hann er tvíkinnbeinsbrotinn og verður frá í 4-6 vikur. Þetta eru enn ein meiðslin sem okkar lið þarf að takast á við en Jóhann hefur m.a. verið nokkuð frá vegna meiðsla undanfarið eins og svo margir aðrir leikmenn liðsins í sumar, segir á vef Keflavíkurliðsins.
Mynd: Jóhann liggur á vellinum kinnbeinsbrotinn eftir návígi við Guðmann Þórisson. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson