Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann Árni og Sigurður Þorsteinsson til Grindavíkur
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 13:14

Jóhann Árni og Sigurður Þorsteinsson til Grindavíkur

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun körfuknattleikdeild Grindavíkur ganga frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður hefur legið undir feld undanfarið eftir að ljóst varð að hann myndi ekki leika með Keflvíkingum áfram. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að Sigurður hefði mætt á æfingu og að hann taldi að viðræður væru á lokastigi. Jóhann Árni Ólafsson mun ekki leika áfram með Njarðvíkingum og mun hann skrifa undir hjá Grindvíkingum mjög fljótlega. Haldinn verður aðalfundur hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í kvöld þar sem talið er að gengið verði frá þessum málum.

[email protected]