Brons
Brons

Íþróttir

Jóhann Árni og Sigurður Þorsteinsson til Grindavíkur
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 13:14

Jóhann Árni og Sigurður Þorsteinsson til Grindavíkur

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun körfuknattleikdeild Grindavíkur ganga frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson í kvöld.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Sigurður hefur legið undir feld undanfarið eftir að ljóst varð að hann myndi ekki leika með Keflvíkingum áfram. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að Sigurður hefði mætt á æfingu og að hann taldi að viðræður væru á lokastigi. Jóhann Árni Ólafsson mun ekki leika áfram með Njarðvíkingum og mun hann skrifa undir hjá Grindvíkingum mjög fljótlega. Haldinn verður aðalfundur hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í kvöld þar sem talið er að gengið verði frá þessum málum.

[email protected]