Jóhann Árni með brjósklos
Líklega frá í nokkurn tíma
Körfuboltakappinn Jóhann Árni Ólafsson verður líklega frá vegna meiðsla næstu mánuðina en Grindvíkingurinn greindist með brjósklos í baki. Einnig er Jóhann með sprungu í lífbeini og hefur hann glímt við eymsli í læri í upphafi tímabils. Í samtali við mbl.is sagði Jóhann að framundan væri ströng endurhæfing, en hann á von á því að vera frá körfubolta fram yfir áramót.