Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann Árni hættur við að fara austur
Jóhann Árni (l.t.v.) var aðstoðarþjálfari Jóhanns Þórs Ólafssonar hjá Grindavík á síðasta tímabili en hafði áformað að taka við liði Hattar nú í ágúst. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2024 kl. 08:27

Jóhann Árni hættur við að fara austur

Jóhann Árni Ólafsson mun ekki taka við liði Hattar fyrir komandi leiktíð í Bónusdeild karla í körfuknattleik eins og til stóð. Jóhann Árni hefur farið þess á leit við körfuknattleiksdeild Hattar að losna undan samningi af persónulegum ástæðum.

Jóhann Árni aðstoðaði Jóhann Þór Ólafsson með Grindavík í Subway-deild karla á síðasta tímabili og hafði áformað að taka við liði Hattar nú í ágúst en nú er ljóst að af því verður ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Hattar en þar segir m.a.: „Jóhann Árni Ólafsson hefur óskað eftir lausn á samningi sínum við körfuknattleiksdeild Hattar af persónulegum ástæðum. Hann mun því ekki hefja störf hjá okkur í ágúst eins og ráðgert hafði verið sem eru afar mikil vonbrigði.“