Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann á Opna ítalska í Lignano
Fimmtudagur 24. mars 2011 kl. 14:29

Jóhann á Opna ítalska í Lignano

Jóhann Rúnar Kristjánsson er kominn út til Lignano á Ítalíu til þess að taka þátt í Opna ítalska meistaramótinu. Mótið er liður í undirbúningi Jóhanns þar sem hann freistar þess að vinna sér sæti á Ólympíumóti fatlaðra í London á næsta ári.

Af þessum sökum verður Jóhann ekki með á Íslandsmóti fatlaðra í borðtennis um helgina þar sem samfelld sigurganga hans spannar rúman áratug. Jóhann hefur í rúman áratug verið fremsti borðtennismaður landsins úr röðum fatlaðra og hefur einnig unnið stóra sigra á mótum ófatlaðra hérlendis. Næsta rúma árið eða svo mun svo skera úr um hvort Jóhanni takist að vinna sér sæti í London.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024