Joey Drummer til liðs við Keflvíkinga
Jóhann D. Bianco hefur samið við Keflavík um að sjá um tónlist og vera kynnir á Nettóvellinum í sumar hjá Pepsi-deildarliði Keflvíkinga. Jóhann er kannski betur þekktur sem Joey Drummer en hann hefur um árabil verið meðal öflugustu stuðningsmanna Keflvíkinga í körfu- og fótboltanum þar sem hann hefur farið fyrir Puma sveitinni.