Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jermain Willams til Keflavíkur
Fimmtudagur 21. september 2006 kl. 10:05

Jermain Willams til Keflavíkur

Keflvíkingar hafa ráðið til sín leikmanninn Jermain Willams en hann var í LSU háskólanum í Bandaríkjunum og er alhliða leikmaður. Willams er 201 sm að hæð og er 27 ára gamall.

Á lokaári Willams í LSU var hann í byrjunarliðinu í 32 af 34 leikjum liðsins og gerði þar 6,3 stig að meðaltali í leik, tók 5 fráköst og var með 2,2 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann er væntanlegur til landsins í dag.

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Soltau kom til Keflavíkur í gær og mætti þá á sína fyrstu æfingu með liðinu.

VF-mynd/ Willams

 

www.keflavik.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024