Jeremy Atkinson til Njarðvíkur
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur körfuknattleiksdeild Njarðvíkur samið við bandaríkjamanninn Jeremy Atkinson, sem er 1,93 m um að spila með liðinu út tímabilið. Atkinson er þekkt númer í Njarðvíkunum en hann spilaði með liðinu seinnipart síðasta tímabils og þar áður spilaði hann með Stjörnunni. Von er á honum til landsins í næstu viku.