Jeb Ivey með stórleik í sigri á Val - Grindavík heimsækir Keflavík
	Njarðvíkingar juku muninn á toppnum í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir unnu Val á útivelli 86-90 og eru nú með fjögurra stiga forskot á Tindastól sem tapaði.
	
	Jeb Ivey fór mikinn í liði Njarðvíkur og skoraði 28 stig en Elvar Már Friðriksson skoraði 21. Valsmenn léku vel gegn sterku liði UMFN en ljónin úr Njarðvík spýttu í lófana síðustu mínúturnar og innbirtu skyldusigur.
	
	Það er stórleikur á Suðurnesjum í kvöld, föstudag en þá heimsækja Grindvíkingar Keflvíkinga í Blue höllina og hefst leikurinn kl. 20.15.


.jpg) 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				