Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jasmine Dickey öflug í sigri Keflavíkur
Dickey var í stuði gegn Val. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. október 2024 kl. 09:09

Jasmine Dickey öflug í sigri Keflavíkur

Keflavík vann sex stiga sigur á Val í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik. Jasmine Dickey fór fyrir Keflvíkingum með  28 stig, tólf fráköst, fimm stoðsendingar og 32 framlagspunkta.

Valur - Keflavík 73:79

(16:30, 29:22, 16:13, 12:14)

Fyrsti leikhluti var jafn framan af en í stöðunni 16:16 tóku Keflvíkingar völdin og settu niður fjórtán stig á síðustu þremur og hálfri mínútu leikhlutans á meðan Valskonur stigalausar.

Í næstu tveimur leikhlutum reyndi Valur að vinna niður forystu gestanna en þessa fjórtán stiga atrennu Keflvíkinga náðu heimakonur aldrei að vinna upp og Keflavík leiddi það sem eftir lifði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jasmine Dickey lét að sér kveða í gær, var með 28 stig, tólf fráköst, fimm stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Næst henni var Anna Ingunn Svansdóttir með nítján stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar, þá var systir hennar, Agnes María Svansdóttir, með átta stig, tvö fráköst og tvær stoðsendingar.