Jankovic hafnar tilboði Grindavíkur
Í dag kom í ljós að Milan Stefán Jankovic, þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur, hafnaði tilboði frá Grindavík um að taka við þjálfun þar. Jankovic, sem var í fjölmörg ár á mála hjá Grindavík bæði sem þjálfari og leikmaður, er samningsbundinn Keflavík í ár til viðbótar en í næstu viku setjast hann og stjórn Keflavíkur niður og ræða framhald samstarfsins. Ekki eru taldar miklar líkur á að hann fari nokkuð, enda er mikil ánægja með störf hans hjá Keflavík og stýrði hann þeim til sigurs í 1. deildinni í sumar og tryggði þannig sæti í úrvalsdeild að ári.
Þegar blaðamaður Víkurfrétta spurði Jankovic út í málið svaraði hann að sér liði vel í starfi og hann væri búinn að lofa Keflvíkingum að vera áfram. „Það er bara engin ástæða fyrir mig að fara“ sagði hann, „þetta síðasta ár er eitt það besta sem ég hef átt á Íslandi og ég er að vinna með góðu fólki, bæði leikmönnum og stjórnarmönnum.“
Víst er að stuðningsmenn Keflavíkur fagna þessari ákvörðun enda hefur Milan Jankovic gert góða hluti með liðið og hefði verið missir af starfskröftum hans.
Aftur á móti eru Grindvíkingar enn að leita að þjálfara til að fylla í skarð Bjarna Jóhannssonar sem hætti með liðið eftir síðustu leiktíð og er nú tekinn við liði Breiðabliks.
Þegar blaðamaður Víkurfrétta spurði Jankovic út í málið svaraði hann að sér liði vel í starfi og hann væri búinn að lofa Keflvíkingum að vera áfram. „Það er bara engin ástæða fyrir mig að fara“ sagði hann, „þetta síðasta ár er eitt það besta sem ég hef átt á Íslandi og ég er að vinna með góðu fólki, bæði leikmönnum og stjórnarmönnum.“
Víst er að stuðningsmenn Keflavíkur fagna þessari ákvörðun enda hefur Milan Jankovic gert góða hluti með liðið og hefði verið missir af starfskröftum hans.
Aftur á móti eru Grindvíkingar enn að leita að þjálfara til að fylla í skarð Bjarna Jóhannssonar sem hætti með liðið eftir síðustu leiktíð og er nú tekinn við liði Breiðabliks.