Janko tekur við Grindavík
Milan Stefán Jankovic verður næsti þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu.
Milan skrifaði í kvöld undir fimm ára samning við liðið og sagðist í samtali við Víkurfréttir að hann væri mjög spenntur fyrir að taka við liðinu.
Hann bætti því við að hann hefði átt góð ár hjá Keflavík þar sem Bikarmeistaratitilinn ber hæst. "Það var frábært en ég mun reyna að gera það sama fyrir Grindavík. Það er öðruvísi hér því að Grindavík hefur aldrei unnið titil en það breytist vonandi."