Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Janko og Óli Stefán: „Aldrei aftur!“
Sunnudagur 18. september 2005 kl. 14:34

Janko og Óli Stefán: „Aldrei aftur!“

„Við sýndum mikinn karakter með þessum sigri,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga í leikslok eftir fagnaðarlætin. „Þegar ég tók á móti bikarnum með Keflavík í fyrra sagði ég að það hefði verið fallegasta stund mín í íslenskum fótbolta, en þetta í dag var ekki verra! Allir leikmennirnir kom tilbúnir í þennan leik og við sýndum að við gefumst aldrei upp. Við sýndum þolinmæði eftir að hafa fengið á okkur markið og það gekk upp. Það var frábært að halda sér uppi en ég lofa því að við gerum þetta aldrei aftur!“

 

 



Hólmar Örn Rúnarsson var svekktur eftir leikinn enda höfðu Keflvíkingar átt fjölmörg færi til að skora og koma sér aftur inn í leikinn. „Við ætluðum að hugsa um okkur og ná þriðja sætinu en það tókst ekki. Grindvíkingarnir börðust eins og ljón og vildu þetta meira í dag. Það er ekki flóknara en það. Tímabilið í heild var annars fínt hjá okkur. Við endum með 27 stig, en hefðum frekar viljað 30, en við reynum bara að bæta okkur á næsta ári.“

 

 



Óli Stefán hefur verið lengi í eldlínunni með Grindavík og verið liðinu ómetanlegur og var leikurinn í gær engin undantekning. „Við höfum oft verið í þessum sporum, en vonandi var þetta í síðasta skipti. Það er gaman þegar þetta tekst, en það endar illa ef við höldum þessu áfram. Ég var farinn að telja sekúndurnar síðustu fimm mínúturnar.“
Óli hefur skorað mörg mörk fyrir liði sitt og var það hans mark sem tryggði Grindvíkingum sess í úrvalsdeild að ári. „Þau hafa mörg hver verið mikilvæg, en ekkert eins og þetta. Þetta mark stendur uppúr!“

VF-myndir/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024