Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jana Falsdóttir gengin til lið við Njarðvík
Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Jana innsigla samninginn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 23. ágúst 2023 kl. 12:20

Jana Falsdóttir gengin til lið við Njarðvík

Bakvörðurinn Jana Falsdóttir hefur gert tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Jana kemur í Ljónagryfjuna frá Haukum þar sem hún hefur leikið síðustu tvö tímabil en Jana er uppalin í Keflavík.

Jana var með 4,4 stig og 2 fráköst að meðaltali í leik með Haukum á síðustu leiktíð þar sem Hafnarfjarðarkonur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni en Haukar féllu svo út í undanúrslitum gegn Val.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jana hefur einnig áður verið á mála hjá Stjörnunni og svo uppeldisfélagi sínu Keflavík. Halldór Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Jana innsigluðu nýverið tveggja ára samning þar sem Halldór var hinn hressasti með nýjasta leikmann félagsins.

„Þrátt fyrir ungan aldur er Jana komin með talverða reynslu, hún er öflugur bakvörður sem hefur mikið að gefa í sínum leik. Við í Njarðvík erum sérstaklega spennt fyrir því að hefja okkar samstarf með Jönu og erum þess fullviss um að hún eigi eftir að setja svip sinn á liðið okkar.”

Frétt og mynd frá umfn.is