Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jamie McCunnie til liðs við Grindavík
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 15:43

Jamie McCunnie til liðs við Grindavík

Skoski varnarmaðurinn Jamie McCunnie skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Grindavíkur. Hann kemur til Grindavíkur frá Haukum þar sem hann kom í félagaskiptaglugganum í júlí og lék 10 leiki með liðinu og vakti athygli fyrir góða frammistöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

McCunnie er 27 ára varnar- eða miðjumaður og hefur leikið 96 leiki í skosku úrvalsdeildinni með Dunfermline og Dundee United. McCunnie lék með Ross County í 1. deild í tvö ár og síðan með Dunfermline í tvö ár. Þaðan fór hann til enska 2. deildarliðsins Hartlepool árið 2007 og lék þar í tvö ár en spilaði á síðasta tímabili með East Fife í skosku 2. deildinni.