Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jakob og Ragnar stýra Reyni
Fimmtudagur 2. nóvember 2006 kl. 18:21

Jakob og Ragnar stýra Reyni

Jakob Jónharðsson og Ragnar Steinarsson hafa verið ráðnir þjálfarar knattspyrnuliðs Reynis frá Sandgerði. Gengið var frá samningum við þá félaga í dag, en þeir léku báðir með Keflavík á sínum tíma. Þá var Jakob, sem er Sandgerðingur að upplagi, aðstoðarþjálfari Milans Jankovic hjá Keflavík sumarið 2004. Hann stýrði liðinu m.a. í einum leik það árið í fjarveru Milans.

Reynismenn munu leika í 1. deild næsta sumar, en Gunnar Oddsson hætti með liðið eftir að hafa komið þeim upp úr 3. deild á tveimur árum.

Í dag var einnig skrifað undir samninga við fimm leikmenn, þá Hafstein Helgason, Hafstein Friðriksson, Björn Ingvar Björnsson, Brynjar Örn Guðmundsson og Hjört Fjeldsted.

Þá hafa Guðmundur Gísli Gunnarsson og Hafsteinn Rúnarsson gefið stjórninni vilyrði um að halda áfram hjá liðinu, en þeir áttu þess ekki kost að mæta á fundinn í dag.

VF-myndir/elg 1: Jakob og Steinar skrifa undir með Sigursveini Bjarna Jónssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar. 2: Leikmennirnir fimm ásamt Sigursveini og Guðmundi Rúnari Jónssyni, framkvæmdastjóra deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024