Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefliskóngarnir byrjuðu á jafntefli í Breiðholtinu
Jeppe fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því. VF-myndir/fotbolti.net
Laugardagur 6. maí 2017 kl. 10:53

Jafntefliskóngarnir byrjuðu á jafntefli í Breiðholtinu

Keflvíkingar gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar þeir mættu Leikni úr Reykjavík í Breiðholtinu. Danski framherjinn, Jeppe Hansen sem kom til Keflavíkur fyrir þetta tímabil skoraði mark bítlabæjarliðsins úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur í fyrri hálfleik.

Breiðhyltingar jöfnuðu í síðari hálfleik og sóttu í sig veðrið þegar leið á leikinn en Keflvíkingar voru betri fyrri partinn.
Fótboltasíðan fotbolti.net hrósar Sindra K. Ólafssyni, markverði Keflavíkur og segir hann hafa verið besta mann liðsins, hann varði oft vel og var öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Keflvíkingar voru jafntefliskóngar í deildinni í fyrra og byrja því nýja keppnistíð eins og þeir voru allt árið í fyrra.

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
11. Juraj Grizelj
13. Marc McAusland
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
19. Leonard Sigurðsson ('66)
22. Ísak Óli Ólafsson
25. Frans Elvarsson
45. Tómas Óskarsson ('75)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varamenn:
12. Aron Elís Árnason (m)
7. Jóhann Birnir Guðmundsson ('75)
8. Hólmar Örn Rúnarsson ('66)
20. Adam Árni Róbertsson
23. Benedikt Jónsson
26. Ari Steinn Guðmundsson
29. Fannar Orri Sævarsson