Jafntefli og tap hjá Grindavík
Grindvíkingar töpuðu fyrir toppliði Fram í Lengjudeild karla í gær en með sigrinum tryggðu Framarar sér Lengjumeistaratitilinn í ár. Á föstudag gerði meistaraflokkur kvenna hjá Grindavík hins vegar mikilvægt jafntefli gegn HK sem ætti að tryggja þeim áframhaldandi sæti í Lengjudeild kvenna.
Gindavík - Fram (0:2)
Fram ætlaði sér sigur og ekkert annað í viðureign sinni við Grindavík í gær. Grindvíkingum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni í ár og sjálfstraust þeirra í molum.
Framarar komust yfir á 33. mínútu þegar Gabriel Dan Robinson braut á sóknarmanni þeirra. Fram fékk víti sem Aron Dagur, markvörður Grindvíkinga, varði en Framarinn náði frákastinu og kom gestunum yfir.
Í seinni hálfleik braut Tiago Manuel Silva Fernandes klaufalega á sóknarmanni Fram og önnur vítaspyrna var dæmd (53'). Úr henni skoruðu Framarar og innsigluðu sigur sinn og sigur í deildinni.
Grindavík situr í áttunda sæti deildarinnar með 23 stig.
Grindavík - HK (1:1)
Grindvíkingar byrjaði betur í mikilvægum leik Grindavíkur og HK en aðeins einu stigi munar á liðunum sem eru í sjötta og sjöunda sæti Lengjudeildar kvenna.
Guðrún Helga Kristinsdóttir kom heimakonum yfir á 7. mínútu en HK jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og liðin skiptu stigunum á milli sín.
Stigið gæti reynst Grindvíkingum dýrmætt því allt er galopið í fallbaráttunni en Grindavík hefur sautján stig í sjötta sæti, þremur stigum frá fallsæti þegar ein umferð er eftir.
Augnablik er í fallsæti og jafnvel þó þær vinni lokaleikinn (og Grindavík tapi) og jafni Grindavík að stigum þá munar tíu mörkum á markahlutfalli liðanna, Grindvíkingum í vil.