Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli og rautt í Grindavík
Sunnudagur 12. september 2010 kl. 21:16

Jafntefli og rautt í Grindavík

Grindvíkingar urðu að sætta sig við jafntefli gegn Haukum í dag þegar liðin mættust í 19. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli síðdegis. Grindvíkingar leiddu í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auðun Helgason skoraði mark Grindvíkina snemma í leiknum eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsey. Grindvíkingar bættu reyndar við marki í síðari hálfleik en Magnús Þórisson dómari vildi meina að Gilles Ondo hafi verið rangstæður.

Það var síðan Arnar Gunnlaugsson sem jafnaði metin fyrir Haukana fljótlega í síðari hálfleik eftir að heimamenn virtust hálf sofandi á vellinum. Skömmu fyrir leikslok fékk Scott Ramsay rautt spjald fyrir brot. Grindvíkingar eru  nú komnir með 20 stig og eru í 9. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Keflavík sem á að leika á morgun gegn Fram á Laugardalsvelli.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Fleiri myndir komnar í myndasafn á forsíðu vf.is