Jafntefli í Vesturbænum
Keflvíkingar heimsóttu KR-inga í Frostaskjól í kvöld er liðin áttust við í annari umferð Pepsi-deildar karla. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Keflvíkingar voru yfir frá 62. mínútu þegar Hilmar Geir Eiðsson skoraði eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Hilmar sem gekk til liðs við Keflvíkinga frá Haukum í vetur hefur nú skorað í báðum leikjum sínum í Pepsi-deildinni.
KR-ingar jöfnuðu á 90. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson skoraði á meðan Keflvíkingur lág óvígur í vítateignum og var atvikið afar umdeilt. Magnús Sverrir Þorsteinsson hefði svo getað tryggt Keflvíkingum sigur í uppbótartíma er hann slapp einn innfyrir en það tókst ekki.
Keflvíkingar eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn gegn FH sem unnu Íslandmeistara Breiðabliks 4-1 í kvöld.
Liðið í kvöld: Ómar Jóhannsson, Adam Larsson, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson (F), Goran Jovanovski, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Magnús Þórir Matthíasson.
Varamenn: Magnús Sverrir Þorsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Ásgrímur Rúnarsson, Bergsteinn Magnússon, Grétar Ólafur Hjartarson.
Skiptingar:
Jóhann B. Guðmundsson > Magnús Sverrir Þorsteinsson
Guðmundur Steinarsson > Bojan Stefán Ljubicic
Hilmar Geir Eiðsson > Grétar Ólafur Hjartarsson
Myndir: Frá Tomasz Kolodziejski koma innan skamms