Jafntefli í toppslag 2. deildar
Njarðvíkingar gerðu 2-2 jafntefli gegn HK í toppslag 2. deildar karla í knattspyrnu á Njarðvíkurvelli í kvöld. Njarðvíkingar komust í 2-0 með mörkum frá Eyþóri Guðnasyni á 15. mínútu og Sævari Gunnarssyni á 53. mínútu. Það dugði þeim þó ekki til sigurs því HK náði að jafna leikinn á síðasta korteri leiksins og eitt stig raunin fyrir bæði lið.Njarðvíkingar eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en HK situr á toppnum með 29 stig.
Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Björn Ísberg hafi verið valinn maður leiksins á 20 ára afmælisdeginum sínum og viljum við á Víkurfréttum nota tækifærið og óska honum til hamingju með það.
Þá gerði Reynir einnig 2-2 jafntefli gegn Deiglunni á heimavelli í 3. deild og voru það Vilhjálmur Skúlason og Eysteinn Guðvarðsson sem skoruðu mörk heimamanna. Reynir heldur sem fyrr efsta sætinu í B-riðli 3. deildar og er þar með 26 stig eftir 10 leiki.
Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Björn Ísberg hafi verið valinn maður leiksins á 20 ára afmælisdeginum sínum og viljum við á Víkurfréttum nota tækifærið og óska honum til hamingju með það.
Þá gerði Reynir einnig 2-2 jafntefli gegn Deiglunni á heimavelli í 3. deild og voru það Vilhjálmur Skúlason og Eysteinn Guðvarðsson sem skoruðu mörk heimamanna. Reynir heldur sem fyrr efsta sætinu í B-riðli 3. deildar og er þar með 26 stig eftir 10 leiki.