Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jafntefli í rokinu í Grindavík
Gunnar Þorsteinsson skoraði skrautlegt mark beint úr hornspyrnu og bjargaði stigi fyrir Grindavík.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 18. júlí 2020 kl. 08:35

Jafntefli í rokinu í Grindavík

Fátt um fína drætti við slæmar aðstæður

Leikur Grindavíkur og Fram í Lengjudeild karla sem fram fór í gærkvöld hafði afskaplega takmarkað skemmtanagildi. Hvass vindurinnn lék aðalhlutverkið og bauð hann ekki upp á góðar aðstæður til að leika knattspyrnu.

Engu að síður var spilað og í fyrri hálfleik komust Framarar yfir á Grindavíkurvelli (36’). Eftir leikhlé hélt barningurinn áfram og á 59. mínútu tók, Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga hornspyrnu, hann spyrnti á fjærstöng þar sem enginn þurfti að mæta honum því boltinn lá í netinu. Jöfnunarmark beint úr hornspyrnu og klárlega hafði vindurinn tölurverð áhrif á það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn endaði 1:1 og jafntefli sanngjörn niðurstaða enda buðu aðstæður ekki upp á möguleika á að leika knattspyrnu. Grindavík situr um miðja deild, í sjöunda sæti, en gætu dottið niður í það áttunda þar sem þrír leikir fara fram í Lengjudeildinni í dag.