Jafntefli í Njarðvík
Njarðvík og KF gerðu jafntefli 1 - 1 í leik sem einkenndist af roki á Njarðtaksvellinum í gær í 2. deild karla. Eina mark fyrri hálfleiks kom á 19. mínútu en þá var dæmd vítaspyrna fyrir brot á Árna Þór Ármannssyni, Ólafur Jón Jónsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan 1-0 fyrir heimamenn í Njarðvík. Nánar er greint frá leiknum á umfn.is.
Gestirnir náðu svo að jafna á 69. mínútu með góðu skoti sem lenti efst í markhorninu og var algjörlega óverjandi. Það sem eftir lifði af leiknum reyndu gestirnir að setja sigurmarkið og Njarðvíkingar að verja mark sitt á móti vindinum. Njarðvíkingar fóru að færa sig framar undir lokin og fengu tvær ágætissóknir og sú seinni hefði mörgulega skilað einhverju ef menn hefðu verið þolinmóðari.
Njarðvíkingar sitja nú í 4. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki.